Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eftermiddagslur í Duus
Miðvikudagur 23. október 2013 kl. 16:21

Eftermiddagslur í Duus

EFTERMIDDAGSLUR… er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Duus húsinu í Keflavík laugardaginn 26. október n.k. kl. 16:00.  Skagfirski kammerkórinn & Sönghópurinn Veirurnar sameina þar krafta sína á kórtónleikum.  Það hefur lengi verið draumur þessara tveggja kóra að slá tvær flugur í einu höggi og syngja saman á tónleikum.

Skagfirski kammerkórinn verður með íslensk þjóðlög í aðalhlutverki. Stjórnandi er Helga Rós Indriðadóttir.

Sönghópurinn Veirurnar býður upp á bland í poka innlend og erlend lög. Stjórnandi Sönghópsins Veiranna er Margrét S. Stefánsdóttir.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024