Efnilegur leikari sem heldur mikið upp á Jim Carrey
Þórarinn Darri Ólafsson er ungur og upprennandi leikari sem fer með tvö hlutverk í leikritinu Á stoppistöð sem nú er sýnt hjá Leikfélagi Keflavíkur og hefur hlotið góða dóma.
Hvaða hlutverk leikur þú í sýningunni Á stoppistöð?
Ég leik strák sem heitir Adam sem er mjög hress en það er líka mjög auðvelt að gera hann pirraðan. Ég leik líka Steina sem er algjör stuðbolti og hjálpar sveitastráknum Bárði að falla inn í hópinn.
Hefur þú áður tekið þátt í leiksýningu?
Já, ég lék í Líf og friður sem var sett upp í Kirkjulundi árið 2015.
Aldur:
Ég er þrettán ára.
Fjölskylda:
Pabbi minn heitir Ólafur Bragi Bragason, mamma mín heitir Gunnheiður Kjartansdóttir og systir mín heitir Sigfríður Ólafsdóttir.
Fyrsta bernskuminningin?
Ég sagði alltaf „tonky junki“ í staðin fyrir Kentucky.
Uppáhalds nammi?
Allt hlaup.
Uppáhalds bók?
Mamma klikk.
Fallegasta náttúruperla á Suðurnesjum?
Uppáhalds náttúruperlan mín er Gunnuhver.
Uppáhalds sjónvarpsþátturinn?
Leitin að upprunanum.
Uppáhalds leikari?
Jim Carrey, vegna þess að hann fyndinn og tekur hlutverkunum sem hann fær alvarlega.