Efnilegir tónlistarmenn á vortónleikum tónlistarskólanna
Menningin blómstrar víða á Suðurnesjum þessa dagana og afrakstur vetrarins að skila sér í fjölda vortónleika og menningarviðburða. Í tónlistarskólunum eru haldir vortónleikar þar sem nemendur láta ljós sitt skína og sýna hvað þeir hafa lært.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á nemendatónleikum rythmadeildar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þar voru margir efnilegir tónlistarmenn á ferð. Sumir tóku þátt í tónlistarflutningi á mörgum hljóðfærum. Bítlabærinn stendur undir nafni nú sem aldrei fyrr og tónlistin í Reykjanesbæ er í hæstu hæðum.
-
-
-