Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 9. nóvember 2002 kl. 17:19

Efnilegir hönnuðir í Sandgerði

Þeir voru glæsilegir kjólarnir sem nokkrir unglingar úr Sandgerði hönnuðu og sýndu á fatahönnunarkeppni á vegum Samfés sem haldin var í gær í nýju félagsmiðstöðinni þar í bæ. Margt var um manninn á keppninni og var ekki betur séð en flestir skemmtu sér vel. Hafið var þema kvöldsins og voru kjólarnir, sem voru fjórir talsins, allir túlkaðir út frá því.Keppnin sem var í Sandgerði var undankeppni fyrir stærri keppni sem Samfés mun halda síðar á árinu þar sem sigurvegarar úr svipuðum keppnum af öllu landinu koma saman.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024