Efnilegir FS-ingar í Stokkhólmi
Á alþjóðlegri ráðstefnu framhaldsskólanema
Fjölbrautaskóli Suðurnesja sendi þrjá nemendur skólans á alþjóðlega ráðstefnu framhaldsskólanema sem haldið var í Stokkhólmi á dögunum. Alls tóku 70 nemendur frá 11 löndum þátt á ráðstefnunni þar sem m.a. er leikið eftir starf Evrópuþingsins. Um er að ræða leiðtoga- og lýðræðisþjálfun sem stendur yfir í fjóra daga. Ægir Karl Ægisson, áfangastjóri í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, var með hópnum í Svíþjóð. „Nemendur stóðu sig prýðilega. Við fórum með unga fyrirmyndarnemendur sem öðlast dýrmæta reynslu,“ segir Ægir Karl. Þau voru sér sjálfum og skólanum til sóma, t.d. flutti Bertmari kynningarræðu íslensku sendinefndarinnar blaðlaust á ensku og var sérlega áheyrileg. Þau sögðu þetta merkilega reynslu og spurðu: Hvers vegna gera ekki fleiri framhaldsskólar á Íslandi svona?