Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eddur til Suðurnesja
Þriðjudagur 19. febrúar 2013 kl. 09:16

Eddur til Suðurnesja

Eddan, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, voru afhent um nýliðna helgi. Nokkrar Eddur komu til Suðurnesja. Þannig vann Ávaxtakarfan Edduna sem besta barnaefnið. Höfundur Ávaxtakörfunnar er Kristlaug María Sigurðardóttir úr Keflavík. Þá vann Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir úr Keflavík Edduna fyrir heimildamynd sína, Hrafnhildur - Heimildamynd um kynleiðréttingu.

Ragnhildur Steinunn er einnig liðsmaður Kastljóss sem fékk fékk Edduna í flokki frétta- og viðtalsþátta.

Tveir fyrrum blaðamenn Víkurfrétta fengu Edduna um helgina. Þau eru Jóhannes Kr. Kristjánsson í Kastljósi og Kristlaug María Sigurðardóttir höfundur Ávaxtakörfunnar. Þau voru bæði blaðamenn Víkurfrétta á síðasta áratug.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024