Ed Force One í Keflavík
Boeing 757 þota IRON MAIDEN hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli í dag til að taka eldsneyti og vistir. Vélin hefur verið á ferðinni víðsvegar um heiminn síðustu mánuði og verður næstu mánuði því Iron Maiden er á tónleikaferðalagi sem gengur undir heitinu „The Final Frontier World Tour 2011“.
Ekki fylgir sögunni hvort Bruce Dickinson söngvari Iron Maiden hafi sjálfur flogið vélinni í dag. Hann starfar sem flugstjóri hjá Astreus, sem m.a. á þotur Iceland Express. Bruce hefur m.a. flogið undir merkjum Iceland Express og er örugglega frægast flug 666, þegar Bruce flaug með tónleikagesti frá Bretlandi á tónleika Iron Maiden á Íslandi fyrir fáum árum.
Meðfylgjandi mynd tók Kjartan Guðmundur Júlíusson í dag af vél Iron Maiden á Keflavíkurflugvelli.