Dróninn var bylting
Þegar dróninn bættist í vopnabúr undirritaðs opnaðist ný vídd sem gerir manni kleift að sjá og sýna hlutina frá öðru sjónarhorni. Með tilkomu drónans er svo margt hægt að gera sem ekki var í boði áður, eins og t.d. að fljúga út að bátum sem eru að veiðum og sýna fólki hvernig hlutirnir gerast þar. Þetta er bara einn hluti af þessari nýju vídd sem að dróninn færir manni.