Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dreifðu frið út í samfélagið
Þriðjudagur 13. október 2009 kl. 10:00

Dreifðu frið út í samfélagið


Vikuna 5. - 9. október var friðarvika í Hjallastefnuleikskólunum Akri, Velli og Gimli. Í friðarvikunni var það iðkað er stuðlar að innri og ytri frið og andrúmsloftið einkenndist sem endranær af rósemd, kærleika, vináttu og gleði.
Í vikunni sameinuðust börn og kennarar í friðargöngu, eftir gönguna voru sungnir friðarsöngva og börnin dreifðu þannig friðarorku og kærleika út í samfélagið.

Friðargangan er í tengslum við Heimsgönguna sem er gengin í þágu friðar og tilveru án ofbeldis. Heimsgangan sjálf hófst á fæðingardegi Gandhis, 2. október 2009 á Nýja Sjálandi, stendur yfir í 3 mánuði og endar við rætur Aconcagua, hæsta fjalls Suður-Ameríku 2. janúar 2010.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024