Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Föstudagur 3. ágúst 2001 kl. 09:56

Draumheimar í ágúst

Listamaður ágústmánaðar er Anna María Guðlaugsdóttir og myndin Draumaheimar, hefur verið sett upp í Kjarna, Hafnargötu 57 í Keflavík. Eins og áður hefur komið fram er hér um að ræða kynningarverkefni Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar á myndlistarmönnum bæjarins.
Anna María er fædd 3.janúar 1959 í Keflavík. Hún hefur lengi verið félagi í Baðstofunni, félagi áhugafólks um myndlist, og sótt námskeið á þeirra vegum. Einnig lærði hún vatnslitamálun í Bandaríkjunum og kínverska blekmálun í Japan. Anna María hefur haldið fjórar einkasýningar og tekið þátt í fimm samsýningum, m.a. bæði í Bandaríkjunum og í Japan. Anna María var einn af stofnendum Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ og lengi formaður þess félags.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024