Draumaráðningar í Púlsinum
Hvað eru draumar? Dreymir þig mikið? Langar þig að skilja betur draumana þína? Þá áttu erindi í Púlsinn ævintýrahús í Sandgerði næstkomandi sunnudagskvöld. Fyrsta fræðslukvöld vetrarins hefst einmitt þá, sunnudaginn 3. október, klukkan 20. Þar flytur Sigrún Gunnarsdóttir læknamiðill, forvitnilegt erindi sem hún kallar „Draumaráðningar - draumar eru andleg leiðsögn”. Hún fjallar um drauma og hvernig við getum nýtt skilaboð þeirra í daglegu lífi. Draumatákn verða útskýrð og draumar ráðnir á staðnum.
Húsið opnar klukkan 19:40. Miðaverð er kr. 1.000. Allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Húsið opnar klukkan 19:40. Miðaverð er kr. 1.000. Allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir.