Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Drauma leikstjórinn Baltasar Kormákur
  • Drauma leikstjórinn Baltasar Kormákur
Laugardagur 11. júlí 2015 kl. 11:00

Drauma leikstjórinn Baltasar Kormákur

Reykjanesbæingur og fyrrum þátttakandi í Fyndnasti maður Íslands.

„Karekterinn minn heitir Henning og er strákur sem aðalpersónan „deitar“ í myndinni. Ég kynntist handritshöfundi og leikstjóra myndarinnar, Sigurði Antoni Friðþjófssyni, þegar við tókum báðir þátt í fyndnasti maður Íslands árið 2012. Við urðum fljótt goðir vinir og árið 2013 bað hann mig um að leika í sinni fyrstu mynd í fullri lengd,“ segir Njarðvíkingurinn Ævar Már Ágústsson, sem leikur í sjálfstætt framleiddri mynd, Webcam, sem kemur í kvikmyndahús í næstu viku og verður m.a. sýnd í Sambíóum í Reykjanesbæ. 

Mynd um líf „camgirl“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndin fjallar um framhaldsskólastúlkuna Rósalind sem ver mestum sínum tíma í að djamma, flakka á milli stráka og hanga með bestu vinkonu sinni, Agú. Rósalind fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél og gerist svokölluð „camgirl“ og söguþráðurinn gengur út á hvers konar áhrif það hefur á hana og sambönd hennar við vini, kærasta og fjölskyldu. Allt þetta breytist þó eftir að hún kynnist strák með gægjuhneigð, en þau kynni verða smám saman til þess að Rósalind finnur köllun sína í að fækka fötum fyrir framan vefmyndavél í beinni útsendingu á netinu. Anna Hafþórsdóttir, sem margir kannast við úr þáttunum um Tinna og Tóta, fer með hlutverk vefmyndavélastúlkunnar. 

Langar í krefjandi hlutverk 

Ævar Már hefur haft áhuga á leiklist síðan hann var u.þ.b. 14 ára gamall en hefur frá því hann man eftir sér haft áhuga á að skemmta fólki. Spurður um reynslu tengdri leiklist segir Ævar Már hana ekki vera mjög mikla. „Ég lék í leikriti í 10. bekk í Njarðvíkurskóla, var svo í jóla-barnaleikriti í Frumleikhúsinu árið 2008. Svo hef svo verið aukaleikari í ýmsum þáttum og bíómyndum. Einnig lék ég, eins og áður sagði, í fyrstu mynd Sigurðar sem var í fullri lengd og hét Ísabella. Sú mynd var sýnd einu sinni í Bíó Paradís.“ Ævar Már segist ekki eiga sér draumahlutverk en hann langar í framtíðinni að takast á við eitthver krefjandi hlutverk. „Draumaleikstjórinn væri held ég klárlega Baltasar Kormákur. Einnig væri ég mikið til í að leika fyrir Baldvin Z og Ólaf Jóhannesson,“ segir Ævar Már að lokum.