Dr. Spock með tónleika í Keflavík
Hljómsveitin Dr. Spock mun halda tónleika í kvöld, fimmtudaginn 30 nóv. á Strikinu. Dr. Spock er með heitastu rokkhljómsveitum Íslands í dag og verma þeir toppsæti Xfm listans með lagið sitt ,,Skítapakk". Með þeim til halds og trausts verða Suðurnesjagrúbburnar Æla og Tommygun Preachers. Húsið opnar kl. 21:00 og kostar 500 kr. inn. 18 aldurstakmark.