Dr. Green af Bráðavaktinni skoðar starfsmenn Suðurflugs
Vel er fylgst með heilsu starfsmanna Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli ef marka má tíðar heimsóknir læknisins Dr. Green af ER eða Bráðavaktinni. Læknirinn góðkunni er tíður gestur hjá Suðurflugi á ferðum sínum milli Ameríku og Skandinavíu. Dr. Green heitir öðru nafni Anthony Edwards og er kunnur Hollywood-leikari og er áhorfendum Ríkissjónvarpsins vel kunnur en Bráðavaktin hefur notið vinsælda hér heima.Anthony Edwards hafði stutta viðkomu á Íslandi í gærdag á leið sinni yfir hafið. Með honum í för voru eiginkona hans og börn. Eiginkona „Dr.Green“ er sænsk eftir því sem við komumst næst og það skýrir tíðar ferðir hans milli Skandinavíu og Ameríku með stoppi í Keflavík. Að sögn starfsmanna Suðurflugs er hann viðkunnaleg og þægileg persóna og kann að meta þá ró sem felst í því að stoppa hjá Suðurflugi til að taka eldsneyti.
Í gær höfðu þrjár einkaþotur viðkomu hjá Suðurflugi til að taka eldsneyti. Ekki fer sögum af öðrum stórstjörnum í þeim vélum.
Myndin: Anthony Edwards hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli í gærdag.
Í gær höfðu þrjár einkaþotur viðkomu hjá Suðurflugi til að taka eldsneyti. Ekki fer sögum af öðrum stórstjörnum í þeim vélum.
Myndin: Anthony Edwards hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli í gærdag.