Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dóttirin át eina kúluna
Miðvikudagur 30. desember 2015 kl. 06:10

Dóttirin át eina kúluna

Bryndís Ósk Pálsdóttir er björgunarsveitarkona í Björgunarsveitinni Suðurnes. Hún hélt að foreldrar sínir væru að fá örbylgjuofn í jólagjöf en í pakkanum var hins vegar dúkkuvagga til hennar fyrir dúkkuna Ingólf.

Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið?
Það er Die Hard 2, fer alltaf í bilað jólaskap við senuna undir lok myndarinnar.

Sendir þú jólakort eða hefur Facebook tekið yfir?
Sendi ekki jólakort í fyrra, en mun gera það í ár þar sem nýr erfingi að skuldunum kom í heiminn í ár. Ég nota líka Facebook.

Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?
Ég er vanaföst, baka vissar sortir og prufa svo eina nýja. Við löbbum allaf um Vellina að skoða jólaljósin ásamt því að rúnta ansi oft þar framhjá. Jólakortin eru fastur liður. Vil helst fá það sama í matinn (hryggurinn), en hef alveg gert undantekningu (hreindýrakjöt) svo framarlega að rauðbeðurnar og rauðkálið séu á borðinu.

Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Man ekki alveg hvað ég var gömul, 7-9 ára, en undir trénu var RISAstór pakki. Ég var alveg viss um að mamma og pabbi væru að fá örbylgjuofn, en pakkinn reyndist til mín frá Ellu frænku, systir mömmu, og í honum var handsmíðuð dúkkuvagga fyrir Ingólf minn, sem er dúkka sem ég átti og á enn. Það sem ég var ánægð með vögguna.

Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum?
Hvað mér fannst leiðinlegt að skera súkkulaði og svo var ákveðin jólaspóla alltaf sett í tækið með lögum frá einni ABBA skvísunni, minnir Agnete, þar sem hún syngur jólalög með 7 ára stelpunni sinni.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggurinn er á topp 2 en hef líka borðað hreindýr sem bróðir minn skaut og það var ágætt. Heimagert rauðkál a la pabbi, waldorfsalad, sykraðar kartöflur og svo Kjörís jólaís og Daimhringur (best of both worlds) með Mars íssósu.

Hvenær eru jólin komin fyrir þér?
Hmmm… þessi er erfið. Man eftir að hafa verið að vinna á aðfangadag og spáin var um rauð jól. Þegar ég fór í vinnu kl. 9 um morguninn var ekki snjóarða á jörðu en þegar ég fór út kl. 13 þá voru fyrstu snjókornin að lenda. Kirkjuklukkurnar kl. 18 á aðfangadag gera sitt.

Hefur þú verið eða gætir þú hugsað þér að vera erlendis um jólin?
Hef ekki verið erlendis, en gæti alveg hugsað mér ein jól úti til að hjálpa.

Hvernig brástu við þegar þú komst að leyndarmálinu um jólasveininn?
Fór í afneitun í nokkur ár með jólasveininn.

Áttu þér uppáhalds jólaskraut?
Já, það er ómerkileg gull IKEA jólakúla. Það sem er merkilegt við hana er að þegar elsta dóttir mín var 1 árs þá komst hún í tréð og át eina kúluna. Hún var nýbúin að borða skyr og munnfarið er ennþá á kúlunni. Svo keypti ég Disney-fígúrur á jólatréð í Minneapolis árið 2005 og þær voru að fara á jólatréð í síðustu viku.

Hvernig verð þú jóladegi?
Heima hjá mömmu og pabba í hangikjöti og með því.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024