Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Dorrit þjófstartaði Ljósanótt
Miðvikudagur 31. ágúst 2011 kl. 18:27

Dorrit þjófstartaði Ljósanótt


Dorrit Moussaieff forsetafrú kom fyrr í dag og skoðaði sýninguna hjá þeim systrum Helgu og Lindu Steinþórsdætrum sem sett hefur verið upp í listasal Flughótels. Formleg opnun á sýningunni er á morgunn klukkan 17:00 og stendur hún fram á sunnudag. Það má því segja að Dorrit hafi þjófstartað Ljósanótt.
Linda er myndlistarkona og málar akrýlmyndir í mínímalískum stíl og Helga hannar föt, skart og veski undir merkinu Mýr design á Íslandi. Saman reka þær systur galleríið Atilier Einfach í Linz í Austurríki.


Dorrit gerði sér alveg sérstaka ferð til að koma og sjá þessa tilteknu sýningu en hún hefur verið viðskiptavinur Mýr design í þó nokkurn tíma. Myndirnar voru teknar við þetta tækifæri.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024