Dorrit lék á alls oddi með Keflavíkurstelpum
Forsetafrúin Dorrit Moussaieff lék á alls oddi þegar hún heiðraði Íslandsmeistara Keflavíkur í kvennakörfu með nærveru sinni í Félagsheimili Keflavíkur í gær.
Þegar hún hlustaði á ávörp í upphafi samsætisins þá lék hún við ungar körfuboltastelpur og batt hár þeirra saman. Stelpurnar höfðu gaman af og fleiri viðstaddir. Ekki aðeins klæddi hún sig í Keflavíkurbúning og stuttbuxur heldur var hún eins og alvöru „seleb“ og stillti sér upp með öllum sem vildu fyrir framan myndavélarnar, spjallaði við gesti og gaf sér góðan tíma í það. Höfðu gestir gaman af þessari skemmtilegu framkomu forsetafrúarinnar.
Hér má sjá fleiri myndir úr hófinu.
-
--
-
-