Dorrit á ferð í Garðinum
Listakonan Mireya Samper hefur undanfarna daga unnið að uppsetningu listsýningar að Útskálum og opnar hún í dag. Sýningin er að hluta til unnin að Útskálum, þar sem listakonan vann ný verk til viðbótar við önnur sem hún kom með á staðinn. Sýningin er í tilefni að Menningardegi kirkja í Kjalarnesprófastdæmi næstkomandi sunnudag og verða menningarviðburðir í öllum kirkjum á svæðinu.
Mireya var að vinna að sýningu sinni þegar Víkurfréttir litu við að Útskálum í gær og hafði fengið góðan gest í heimsókn. Þar var komin Dorrit Moussaieff, forsetafrú, sem var áhugasöm um það sem fyrir augu bar.
Mireya kemur að stóru listaverkefni sem ber heitið „Ferskir vindar í Garði“ sem hefst um mánaðamótin nóvember/desember. Hún segist eiginlega vera búin að vera með nefið í öllum hornum að finna sýningarrými og vinnuaðstöðu fyrir tugi erlendra listamanna sem eru væntanlegir til landsins af þessu tilefni en Dorritt er verndari verkefnisins.
VFmynd/elg