Dorgveiðikeppni fyrir alla
Reykjanesbær á réttu róli stendur fyrir dorgveiðikeppni nk. laugardag 21. júlí, í samstarfi við góða aðila. Keppnin verður haldin við hafnargarðinn í Keflavíkurhöfn og er öllum opin. Hún hefst kl. 14:00 og lýkur kl. 15:30.
Þeir sem þurfa geta fengið lánuð veiðarfæri og beitu á keppnisstað. Félagar úr stangveiðifélaginu gefa leiðsögn og góð ráð. Verðlaun eru veitt fyrir stærsta fiskinn og þau sem veiða flesta fiskana fá einnig verðlaun. Verslunnin Veiðslóð, Hafnargötu 18 gefur verðlaunin.
Þeir sem þurfa geta fengið lánuð veiðarfæri og beitu á keppnisstað. Félagar úr stangveiðifélaginu gefa leiðsögn og góð ráð. Verðlaun eru veitt fyrir stærsta fiskinn og þau sem veiða flesta fiskana fá einnig verðlaun. Verslunnin Veiðslóð, Hafnargötu 18 gefur verðlaunin.