Dorgveiðikeppni fyrir alla
Reykjanesbær á réttu róli stendur fyrir dorgveiðikeppni nk. laugardag 21. júlí, í samstarfi við góða aðila. Keppnin verður haldin við hafnargarðinn í Keflavíkurhöfn og er öllum opin. Hún hefst kl. 14:00 og lýkur kl. 15:30. Þeir sem þurfa geta fengið lánuð veiðarfæri og beitu á keppnisstað. Félagar úr stangveiðifélaginu gefa leiðsögn og góð ráð. Verðlaun eru veitt fyrir stærsta fiskinn og þau sem veiða flesta fiskana fá einnig verðlaun. Verslunnin Veiðslóð, Hafnargötu 18 gefur verðlaunin.






