Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dorgarar við Keflavíkurhöfn
Miðvikudagur 9. júní 2004 kl. 17:36

Dorgarar við Keflavíkurhöfn

Það voru hressir krakkar sem voru á smábátabryggjunni í Keflavík í dag við veiðar. Krakkarnir hafa síðustu daga verið að dorga við bryggjuna og að sögn þeirra hefur aflinn verið nokkuð góður. Í blíðviðrinu í dag sögðust krakkarnir hafa byrjað veiðina vel. „Við fengum fyrst einn marhnút. Við skárum hann í beitu og fengum þá ufsa. Við notuðum hann líka í beitu og samtals höfum við fengið eitthvað um 20 ufsa,“ sögðu krakkarnir. „Svo lentum við líka í fiskistríði. Við vorum hér niðri á bryggjunni og aðrir krakkar uppi og við fleygðum fiskum í hvort annað. Ótrúlega gaman.“

Myndin: Fjör á bryggjunni. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024