Dívur í Hljómahöll á vortónleikum Kvennakórs Suðurnesja
Þann 7. maí nk. heldur Kvennakór Suðurnesja glæsilega tónleika í Stapa með yfirskriftinni Dívur. Á tónleikunum ætlar kórinn ásamt hljómsveit að heiðra söngkonur þar sem sungin verða lög sem þekktar söngdívur hafa gert vinsæl.
Kórkonur fá til liðs við sig eina helstu söngdívu Íslands, Heru Björk, en hún mun syngja með kórnum á tónleikunum.
Flutt verða lög frá m.a. Tinu Turner, Adele, Björk, Arethu Franklin, Ellý Vilhjálms, Ellu Fitzgerald, Jóhönnu Guðrúnu, Dolly Parton og svo mætti lengi telja, en mörg þessara laga hafa verið útsett sérstaklega fyrir kórinn.
Stjórnandi: Dagný Þórunn Jónsdóttir.
Píanó: Geirþrúður Fanney Bogadóttir.
Gítar: Sigurður B. Ólafsson
Bassi: Karl S. Einarsson
Trommur: Þorvaldur Halldórsson
Fiðla: Kjartan Már Kjartansson
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.
Miðaverð 3500 kr.