Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 29. mars 2000 kl. 14:59

Diskólampar og postulínsdúkkur

Flestir Suðurnesjamenn hafa lært að leggja leið sína í Stapafell ef kaupa á gjafir fyrir vini eða ættingja. Fáir koma tómhentir út úr versluninni því þar fæst nánast allt milli himins og jarðar. Guðrún Hákonardóttir, kaupmaður í Stapafelli, segir að fermingarverslunin sé ekki enn hafin en undanfarin ár hafi hún alltaf selt mikið af lömpum fyrir fermingar. „Við erum með skrifborðslampa, kúlulampa í öllum regnbogans litum og töff diskólampa. Hljómtækjasamstæðurnar frá AKAI hafa einnig verið mjög vinsælar hjá okkur sem og sjónvörp með innbyggðu myndbandstæki“, segir Guðrún. Í Stapafelli er einnig mjög gott úrval af ódýrari fermingargjöfum, svo sem fallegum skartgripaskrínum, geisladiskastöndum, flottum, stórum kertastjökum úr smíðajárni, snyrtitöskum og Guðrún segir að mikið sé tekið af fallegum postulínsdúkkum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024