Diddú syngur á nýárstónleikum
Nýárstónleikar Tónlistarfélags Reykjanesbæjar verða haldnir í Listasafni Reykjanesbæjar sunnudaginn 15. janúar n.k. kl. 17:00.
Þar mætir sjálf Diddú til leiks ásamt Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar og sem flytja munu alkunnar söngperlur og valsa, spriklandi polka og fleira gott úr gnægtarbrunni tónlistar frá Vínarborg.
Auk Sigurðar skipa hljómsveitina þau Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Pálína Árnadóttir, fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Hávarður Tryggvason, kontrabassi, Martial Nardeau flauta, Pétur Grétarsson, slagverk og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó.
Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Salinn í Kópavogi
Boðið verður upp á léttar veitingar í hléi.
Miðverð er kr. 2.000,- og er ekki um styrktarfélagstónleika að ræða. Sala aðgöngumiða er hafin og fer fram í Listasafni Reykjanesbæjar í DUUS húsum alla daga fram að tónleikum milli kl. 13:00-17:00. Einnig er hægt að panta miða í síma 421 3796.
VF-mynd frá tónleikum Diddúar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Kirkjulundi
Þar mætir sjálf Diddú til leiks ásamt Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar og sem flytja munu alkunnar söngperlur og valsa, spriklandi polka og fleira gott úr gnægtarbrunni tónlistar frá Vínarborg.
Auk Sigurðar skipa hljómsveitina þau Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Pálína Árnadóttir, fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Hávarður Tryggvason, kontrabassi, Martial Nardeau flauta, Pétur Grétarsson, slagverk og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó.
Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Salinn í Kópavogi
Boðið verður upp á léttar veitingar í hléi.
Miðverð er kr. 2.000,- og er ekki um styrktarfélagstónleika að ræða. Sala aðgöngumiða er hafin og fer fram í Listasafni Reykjanesbæjar í DUUS húsum alla daga fram að tónleikum milli kl. 13:00-17:00. Einnig er hægt að panta miða í síma 421 3796.
VF-mynd frá tónleikum Diddúar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Kirkjulundi