Didda og dauði kötturinn kl. 11:00 á bókasafninu
Í dag er síðasti dagurinn í vetrarfríi grunnskólanna. Í Bókasafni Reykjanesbæjar hefur verið lifandi og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu.
Boðið verður upp á ratleik, kvikmyndasýningu, hrekkjavöku-grímugerð og að sjálfsögðu frábærar bækur.
Gestir fá að kynnast sögunni um Diddu og dauða köttinn betur í vetrarfríinu. Söguna skrifaði Kikka sem bjó lengi vel í gamla bænum í Keflavík og samnefnd kvikmynd er einmitt tekin upp þar. Ratleikurinn verður úr sögunni og opinn fyrir alla sem vilja taka þátt. Þá geta vinir, fjölskyldur og einstaklingar farið í leikinn.
Allir sem skila þátttökuseðli eiga kost á að vinna bókina um Diddu og dauða köttinn.
Kvikmyndin um Diddu og dauða köttinn verður sýnd í dag, mánudaginn 24. október, klukkan 11.00 í safninu.
Sérstakt tilboð á barnamatseðli verður í Ráðhúskaffi þessa daga, hálft panini og svali eða kókómjólk á 500 krónur.
Frábært tækifæri fyrir fjölskyldur að leika sér saman og kynnast skemmtilegum sögupersónum.