Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Denver Oldham með tónleika og kennslu
Sunnudagur 22. nóvember 2009 kl. 15:33

Denver Oldham með tónleika og kennslu

Bandaríski konsertpíanistinn og upptökustjórinn Denver Oldham á að baki glæstan feril. Hann hlaut menntun sína í Julliard tónlistarskólanum og hefur hlotið fjöldann allan af alþjóðlegum viðurkenningum fyrir píanóleik sinn. Auk fjölda tónleika í heimalandi sínu á hann m.a. að baki 12 Evróputónleikaferðir. Á síðustu árum hefur hann lagt sérstaka rækt við upptökur þar sem hann hefur einbeitt sér að verkum vanmetinna bandarískra tónskálda og hlotið fyrir það verðskuldaða athygli.

Meðan á dvöl Denvers Oldham stendur á Íslandi mun hann halda tónleika og standa fyrir Master Class námskeiðum.

Denver Oldham mun heiðra okkur með tónleikum í Bíósal Duushúsa fimmtudaginn 26. nóvember kl. 20.00. Meðal verka á efnisskrá hans eru Fantasía í c-moll e. Mozart, Nornadansinn e. Edward MacDowell, Sonata í g-moll e. John Alden Carpenter, Þrír forleikir e. George Gershwin og Rapsódía nr. 11 í a-moll e. Franz Liszt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðgangseyrir er kr. 2.000 en kr. 1.000 fyrir eldri borgara og námsmenn.