Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Dekurdagur hjá nemendum í 10. bekk Njarðvíkurskóla
Frétt og mynd frá Njarðvíkurskóli.is.
Fimmtudagur 3. október 2013 kl. 09:20

Dekurdagur hjá nemendum í 10. bekk Njarðvíkurskóla

Nemendur 10. bekkja í Njarðvíkurskóla eyddu deginum með umsjónarkennurum í óhefðbundinni dagskrá í skólanum í tilefni þess að þau hafa lokið samræmdum prófum. Fengu nemendurnir mikið hrós frá starfsfólki Njarðvíkurskóla fyrir dugnað og metnað í undanfara prófanna sem og í prófunum sjálfum.

Krakkarnir fóru í spurningakeppni þar sem þemað var Ísland og var árgangnum skipt upp í átta lið þar sem var útsláttakeppni, sem endaði í dramatík þar sem bráðabana þurfti í lokaviðureign. Því næst áttu nemendur gæðastund á sal þar sem þau borðuðu saman morgunmat, en að lokum var horft á kvikmynd þar sem alls kyns góðgæti var á boðstólum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umsjónarkennarar 10. bekkja voru mjög ánægð með daginn þar sem krakkarnir sýndu þakklæti sitt fyrir góðan dag með fyrirmyndarhegðun.