Deep Jimi and the Zep Creams með tónleika
Hljómsveitin Deep Jimi and the Zep Creams mun halda tónleika á Organ miðvikudagskvöldið 27. feb.
Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að 15 ár eru nú liðin síðan fyrsta plata sveitarinnar Funky Dinosaur kom út í Bandaríkjunum. Dagskráin hefst með leik sænsku blússveitarinnar Emil & the Ecstatics (www.ecstatics.se) og eru þetta einu tónleikar þeirra á höfuðborgarsvæðinu að svo stöddu. Að leik þeirra loknum munu Deep Jimi menn stíga á stokk og flytja Funky Dinosaur frá upphafi til enda. Í kjölfarið fylgja svo lög af tveimur seinni skífum bandsins; Seybe Sunsicks Rock’n’Roll Circus og Deep Jimi and the Zep Creams ásamt glænýju efni sem hljómsveitin vinnur að um þessar mundir. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er miðaverð 1000 kr.
Einnig er hægt að finna fleiri upplýsingar á netsvæðinu www.myspace.com/deepjimiandthezepcreams/
Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að 15 ár eru nú liðin síðan fyrsta plata sveitarinnar Funky Dinosaur kom út í Bandaríkjunum. Dagskráin hefst með leik sænsku blússveitarinnar Emil & the Ecstatics (www.ecstatics.se) og eru þetta einu tónleikar þeirra á höfuðborgarsvæðinu að svo stöddu. Að leik þeirra loknum munu Deep Jimi menn stíga á stokk og flytja Funky Dinosaur frá upphafi til enda. Í kjölfarið fylgja svo lög af tveimur seinni skífum bandsins; Seybe Sunsicks Rock’n’Roll Circus og Deep Jimi and the Zep Creams ásamt glænýju efni sem hljómsveitin vinnur að um þessar mundir. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er miðaverð 1000 kr.
Einnig er hægt að finna fleiri upplýsingar á netsvæðinu www.myspace.com/deepjimiandthezepcreams/