Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Davíð og Sveinn vekja athygli á Mottumars
Föstudagur 15. mars 2019 kl. 11:09

Davíð og Sveinn vekja athygli á Mottumars

Tveir Suðurnesjamenn eru áberandi í herferð Krabbameinsfélagsins nú í Mottumars. Þeir Sveinn Björnsson og Davíð Ólafsson, báðir úr Reykjanesbæ, eru þátttakendur í ljósmyndasýningu sem m.a. hangir uppi í Bókasafni Reykjanesbæjar. Þeir Sveinn og Davíð hafa báðir fengið ristilkrabbamein. Sveinn greindist vorið 2018 en Davíð greindist fyrst með ristilkrabbamein fyrir tveimur árum. Meinið tók sig síðan upp að nýju í janúar.
 
Átakinu Mottumars var hleypt af stokkunum með ljósmyndasýningu í Bókasafni Reykjanesbæjar þar sem jafnframt var kynntur vefurinn karlaklefinn.is. Þar má m.a. sjá ítarleg viðtöl við þá Davíð og Svein. Við opnun sýningarinnar léku þau Fríða og Smári úr Klassart nokkur lög og Mottumars-sokkarnir voru boðnir til sölu. 
 
 

Viðtal við Davíð:

Viðtal við Svein:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024