Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dauðri viðvörun aflýst
Verkefni nemenda sjötta bekkjar í Myllubakkaskóla var að búa til fréttablað. Mynd: Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
föstudaginn 4. nóvember 2022 kl. 10:30

Dauðri viðvörun aflýst

Síðustu daga októbermánaðar var eitthvað skuggalegt í gangi í skólum á Suðurnesjum. Uppvakningar, blóðslettur, hræðileg fréttablöð og auglýsingar um útsölur á líkamspörtum prýddu veggi skólanna á uppskeruhátíðum vegna verkefnisins Skólaslit 2, Dauð viðvörun. Á hverjum degi í október kom út nýr kafli í sögunni sem birtist á heimasíðunni skolaslit.is. Nemendur grunnskólanna fylgdust grannt með framgangi hrollvekjunnar út mánuðinn og gerðu hin ýmsu verkefni samhliða því.
Flott verkefni prýddu ganga skólanna í vikunni

Víkurfréttir fóru á stúfana og skoðuðu þau flottu verkefni sem nemendur grunnskólanna hafa verið að vinna í síðustu vikur. Hræðilegar myndir og skreytingar mátti finna á göngum skólanna og mikið var um metnaðarfull og flott verkefni. Sumir skólarnir tóku upp á því að hafa svo kallað Skólaslitaráð þar sem meðlimir fengu það verkefni að upplýsa hina nemendurna, koma með hugmyndir að verkefnum og kynna verkefni fyrir samnemendum.

Metnaðurinn í verkefnunum leyndi sér ekki. Mynd: Thelma Hrund Hermannsdóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verkefni skólanna voru eins misjöfn og þau voru mörg en draugahús og hin ýmsu listaverk mátti finna víða á göngum skólanna. Þess má geta að sjötti bekkur Myllubakkaskóla gerði nokkuð frumlegt verkefni þar sem nemendur bekkjarins höfðu búið til fréttablaðið FRÉTTASLIT en þar var blað Víkurfrétta notað sem innblástur fyrir fréttaefni og útlit blaðsins.

Sjáðu fréttainnslag frá Suðurnesjamagasíni vikunnar um Skólaslit 2 hér að neðan.