Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Danskir skátar ávallt viðbúnir!
Fimmtudagur 8. júlí 2004 kl. 17:54

Danskir skátar ávallt viðbúnir!

Danskur skátaflokkur, nánar tiltekið frá Fjóni, vakti athygli vegfarenda þar sem þeir höfðu hreiðrað um sig á túninu við skátaheimilið í Keflavík í dag.

„Við erum að ljúka 10 daga ferð um Ísland,“ sagði einn skátaforinginn þegar blaðamaður Víkurfrétta leit við hjá krökkunum. „Við erum búin að fara víða, meðal annars að Landmannalaugum, í Þórsmörk og svo sáum við líka Gullfoss og Geysi.“

Krakkarnir hvíldu lúin bein eftir langt ferðalag og halda heim á leið á morgun. Þau voru samt til í að stilla sér upp í myndatöku, enda ávallt viðbúin eins og skátum sæmir.

VF-mynd/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024