Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dansgleði kvenna - til að létta lundina
Miðvikudagur 10. mars 2021 kl. 14:03

Dansgleði kvenna - til að létta lundina

„Ef það er eitthvað sem við gætum haft gott af að gera núna til að létta lundina, þá er það að dansa,“ segir Marta Eiríksdóttir í samtali við Víkurfréttir en hún undirbýr nú viðburð í samstarfi við OM setrið sem hún nefnir Gyðjur dansa.

Marta sem er dansjógakennari að mennt hefur leitt fjöldamörg dansnámskeið í gegnum árin með hundruðum kvenna bæði hérlendis og erlendis, alveg frá því hún lærði dansjógakennarann árið 2005 á Kripalu jógasetri í Bandaríkjunum.

„Já, við stelpurnar ætlum að koma saman og dansa í eitt skipti fimmtudagskvöldið 18. mars í OM setrinu Njarðvík. Það verður mega stuð á dansgólfinu með konum á öllum aldri. Markmiðið er að lyfta okkur upp, endurnýja krafta okkar og fara aftur út í lífið hressari og kátari. Dansjóga klikkar ekki þegar við viljum upplifa meiri gleði og hreinsa andann af öllum drunga. Okkur veitir ekki af að gera eitthvað skemmtilegt saman núna. Skráning er hafin og nú eru aðeins nokkur pláss laus vegna fjöldatakmarkana og sóttvarna. Við hvetjum konur til að mæta í litríkum léttum fatnaði, ekki svartklæddar takk. Þetta verður fjör í frábærum kvennahópi,“ segir Marta að lokum og hvetur áhugasamar að finna viðburðinn á Facebook.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024