Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Dansandi og syngjandi starfsfólk leikskóla
Laugardagur 4. október 2008 kl. 12:22

Dansandi og syngjandi starfsfólk leikskóla

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hæfileikakeppni leikskólanna á Suðurnesjum er orðin fastur liður á hverju hausti.
Leikskólar á svæðinu skiptast á að hafa umsjón með keppninni sem hófst árið 2000. Fyrsta keppnin vara söngkeppni á milli leikskóla í umsjón leikskólans Holt í Innri Njarðvík en síðan þá hefur keppnin þróast í hæfileikakeppni og atriðin verða alltaf betri og betri með hverju árinu.


Það var mikið stuð í Officerklúbbnum í gærkvöldi, þar sem keppnin fór fram. Vel mátti merkja að þátttakendur voru búnir að leggja mikla vinnu í atriðin og búninga.
„Þetta er frábært framtak og mikið hópefli sem felst í því að taka þátt í keppninni,“ sagði einn viðmælandi blaðamanns í gær.

Vesturberg sigraði keppnina, Hjallatún fékk verðlaun fyrir búninga og Gimli fyrir frumlegasta atriðið.

Í dómnefnd voru Sveindís Valdimarsdóttir, Kristján Geirsson og Bryndís Guðmundsdóttir, kynnir var Helga Braga.

Myndir frá kvöldinu verða settar á ljósmyndavef VF.

Myndir-VF/IngaSæm