Dansandi norðurljós í Reykjanesbæ
Olgeir Andrésson er einn af okkar bestu norðurljósaljósmyndurum og hafa myndir hans af norðurljósum farið sigurför um heiminn. Olgeir vakir um nætur og fer hvert á land sem er til að fanga norðurljósadýrðina.
Síðustu nótt þurfti hann ekki að fara langt. Hann setti myndavél á þrífót í garðinum við heimili sitt í Reykjanesbæ og tók upp myndband af norðurljósafjörinu sem má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.