Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dansað í skotfærageymslu í kvöld
Bryndís Einarsdóttir ásamt nokkrum nemenda sinna.
Fimmtudagur 23. október 2014 kl. 10:40

Dansað í skotfærageymslu í kvöld

Páll Óskar, Katla Margrét og fjöldi fyrirlesara í „Sameinuð við dönsum“.

„Páll Óskar Hjálmtýsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og fleiri munu heimsækja hátt í á annað hundrað börn og unglinga á Suðurnesjum í kvöld. Við búumst við hátt í á annað hundrað nemendum. Einnig sýna nemendur skólans nokkur dansatriði á danskvöldinu sjálfu sem fer fram í stærsta danssal skólans, sem er 215 fm. Bryn er í þremur hermannabröggum eða fyrrum skotfærageymslu bandaríska varnarliðsins,“ segir Bryndís Einarsdóttir, listdanskennari verkefnsins og eigandi Bryn Ballett, en hún hefur heimsótt allar félagssmiðstöðvar Suðurnesja og kennt öllum áhugasömum nemendum úr 8. 9. og 10. bekkjum „dansatriði“ sem verður dansað sameiginlega með öllum við lifandi tónlist með Páli Óskari við lagið hans La Dolce Vita.

Verkefnið heitir „Sameinuð við dönsum“ fer fram í Bryn Ballett Akademíunni - Listdansskóla Reykjanesbæjar, milli kl. 19 of 21. Nemendur koma frá öllum félagsmiðstöðvunum á Suðurnesjum (Boran, Elding, Skýjaborg, Fjörheimar og Þruman) og frá Bryn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ýmsir gestir koma fram og ræða um mikilvægi hollrar hreyfingar, jákvæða sjálfsmynd og mikilvægi samvinnu unglinga og að lokum dansa allir saman,“ segir Bryndís, sem verður ein fyrirlesara kvöldins ásamt Nilsína Larsen Einarsdóttir, forvarnarfulltrúi, Örvar Þór Kristjánsson, körfuboltaþjálfari, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, leikkona og Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður.

Verkefnið hefur hlotið styrk frá Menningarráði Suðurnesja og tilgangur með því er að auka á jákvæð samskipti unglinga sem búa víðs vegar um Suðurnesin og vera þannig samstarfsverkefni unglinga sem búa á mismunandi svæðum. „Einnig að koma fræðslu-og forvarnaskilaboðum áleiðis til unglinga og gefa þeim aukna sýn á þau tækifæri sem í boði eru fyrir ungmenni sem búsett eru á Suðurnesjum. Jafnframt er tilgangurinn að ýta undir jákvæða sjálfsmynd unglinga og vera uppbyggjandi bæði líkamlega og félagslega. Verkefninu er ætlað að efla unglingamenningu ásamt því að styðja við nýsköpun í menningarstarfsemi og efla listlæsi á sviði lista. Dansinn á sér ekki neitt tungumál, hann er tjáningarform og í gegnum dansinn skapast grundvöllur fyrir unglinga að skapa eitthvað jákvætt í sameiningu. Burtséð frá hvaðan þau koma, og af hvaða bakgrunni þau eru,“ segir Bryndís.

Dagskráin verður á þessa leið:
19.00 Dansatriði
19.05 Bryndís Einarsdóttir, skólastjóri
19.15 Dansatriði
19.20 Nilsína Larsen Einarsdóttir, forvarnarfulltrúi
19.30 Dansatriði
19.35 Örvar Þór Kristjánsson, körfuboltaþjálfari
19.45 Katla Margrét Þorgeirsdóttir, leikkona
20.05/20.15 Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður
Um 200 nemendur dansa við „Live“ tónlist við lagið „La Dolve Vita“.
Páll Óskar syngur tvö lög til viðbótar og síðan myndataka með hópum og gestum.