Dansað í Hljómahöll gegn ofbeldi
	„Milljarður rís“ er alþjóðleg bylting með Eve Ensler í fararbroddi og þú getur verið hluti af því að milljarður manna, kvenna og koma saman og dansa í sameiningu gegn ofbeldi gegn konum. Í Reykjanesbæ verður dansað í salnum Merkinesi í Hljómahöll föstudaginn 13. febrúar. Dansað verður frá kl:12:00 til 12:45. Kostar ekkert nema gleði, segir í tilkynningu frá þeim sem halda viðburðinn.
	
	UN Women á Íslandi, V-dagssamtökin og Lunch beat hvetja vinkonur, vini, mömmur, pabba, bræður og systur að mæta og taka þátt í að láta jörðina hristist. „Saman náum við einum milljarði. Við ætlum að búa til heim þar sem ofbeldi þrífst ekki“.
	
	Yfirlýsing frá samtökunum:
	Við neitum að búa í heimi þar sem
	
	• Nauðgunarmenning er normið
	• Þar sem konum er kennt að hafa varann á sér þegar þær eru einar úti
	• Þar sem ungar stúlkur eru þvingaðar og seldar í hjónabönd
	• Þar sem konur eru útskúfaðar úr samfélaginu ef brotið er á þeim kynferðislega
	• Þar sem konur eru myrtar ef þær eru taldar hafa kastað rýrð á heiður fjölskyldunnar
	• Þar sem konum er refsað fyrir að kæra kynferðisbrot
	• Þar sem refsileysi ríkir þegar konur eru niðurlægðar í netheimum
	
	Sýnum samstöðum, dönsum af gleði og krafti fyrir mannréttindum kvenna, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að líða ofbeldi vegna kyns síns.
	
	Ætlar þú að mæta?


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				