Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Daníel er nýr verkefnastjóri Reykjanes Geopark
Mánudagur 10. desember 2018 kl. 14:15

Daníel er nýr verkefnastjóri Reykjanes Geopark

Daníel Einarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri Reykjanes Geopark og tekur hann við starfinu af Eggerti Sólberg Jónssyni sem hverfur til starfa hjá Grindavíkurbæ.Daníel er með BS í jarðfræði frá Háskóla Íslands 2012 og MSc í sjálfbærum orkuvísindum frá Háskólanum í Reykjavík 2018.


Hann hefur lengi verið tengdur æskulýðsgeiranum og vann m.a. í félagsmiðstöðinni Þróttheimum í Reykjavík sem frístundaráðgjafi og forstöðumaður. þar leiddi hann faglegt félagsstarf fyrir unglinga og stýrði frumkvöðlastarfi. Með meistaranámi starfaði hann bæði sem kynningarfulltrúi frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri og einnig sem umsjónarmaður nemendafélags Borgarholtsskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Eitt af markmiðum Reykjanes Geopark er að efla áhuga ungmenna og barna á náttúrunni og umhverfinu í gegnum og segir Daníel að reynsla hans að starfi með börnum og ungmennum komi þar að góðum notum.
„Verandi jarðfræðingur og menntaður í sjálfbærum orkuvísindum er samspil náttúru og manna mér hugleikin hvað varðar nýtingu auðlinda og mikilvægt að uppbygging á sjálfbærri ferðaþjónustu og verndun náttúrunnar í Reykjanes GeoPark haldist í hendur. Ég geri svo ráð fyrir því að viðhalda því góða starfi sem unnið hefur verið af forvera mínum,“ segir Daníel.


Þess má geta að Daníel er einlægur áhugamaður um matreiðslu og vín og veit fátt betra en að spila golf með góðu fólki eða skella sér á gönguskíðin. Þá varð hann nýlega pabbi í fyrsta sinn svo þau eru mörg spennandi verkefnin framundan hjá þessum nýjum liðsauka Heklunnar.