Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dáleidd á dansgólfi Kaffibarsins - LadieLex gefur út ábreiðu af laginu 'Silence'
Laugardagur 22. júní 2024 kl. 08:08

Dáleidd á dansgólfi Kaffibarsins - LadieLex gefur út ábreiðu af laginu 'Silence'

LadieLex, indie rokk/popp tónlistarverkefni Alexöndru Óskar Sigurðardóttur, hefur nýlega gefið út lagið „Silence“ sem er einnig hennar fyrsta ábreiða. Lagið er upphaflega samið af kanadísku rafhljómsveitinni Delerium ásamt kanadísku söngkonunni og meðhöfundinum Sarah McLachlan. LadieLex skilar rokkaðri útfærslu með popp blæbrigðum.

Alexandra á sér langa sögu í íslensku tónlistarlífi þar sem hún var lengi vel meðlimur í rokkhljómsveitinni Hellvar (gítar og bakraddir). Eftir að hafa flutt til Svíþjóðar árið 2014 og aðlagaðist nýju lífi í nýju landi byrjaði hún að leggja grunn að nýju sólóverkefni og varð þá LadieLex til.  Hún hefur verið sérstaklega virk undanfarið og gaf út sína fyrstu EP plötu í júlí 2023 sem fékk góðar undirtektir bæði á Íslandi og útí heimi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í síðustu heimsókn sinni á Íslandi eyddi Alexandra nokkrum kvöldstundum á dansgólfi Kaffibarsins. Það var þar sem hún heyrði fyrst remixuðu útgáfuna af laginu „Silence“ eftir Dj Kryder. Lagið festi rætur sínar um leið og þá sérstaklega dáleiðandi söngur Sarah McLachlan. Þegar hún sneri aftur heim til Svíþjóðar gat hún ekki beðið eftir að gera sína eigin útgáfu.

LadieLex tók upp og framleiddi lagið á eigin spýtur en það var hljóðblandað af Christopher Göthberg hjá Sonika Sudio og masterað af Johan Åkerström hjá Cosmos Mastering, báðir eru þeir búsettir í Svíþjóð.

Samið af Delerium og Sarah McLachlan
Framleitt og tekið upp af LadieLex
Hljóðblandað af Christopher Göthberg (Sonika Studio)
Masterað af Johan Åkerström (Cosmos Mastering)
Listaverk unnið af LadieLex
Ljósmyndir eftir Josefin Hasselberg

Linkar á samfélagsmiðla:

Instagram - https://www.instagram.com/ladielex.music

Facebook - https://www.facebook.com/Ladielex

TikTok - https://vm.tiktok.com/ZMYb7NH1c

Streymisveitur: