Dagur tónlistarskólanna
Sú hefð hefur myndast hérlendis að tileinka íslenskum tónlistarskólum síðasta laugardag febrúarmánaðar. Að þessu sinni ber Dag tónlistarskólanna upp á laugardaginn 26. febrúar. Nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hafa í febrúar verið að vinna ákveðið þema undir heitinu „Tónsmiðjan”, sem er tónsmíðaverkefni og tónsmíðasamkeppni. „Tónsmiðjunni” mun ljúka á Degi tónlistarskólanna, laugardaginn 26. febrúar með tónleikaröð í Ytri-Njarðvíkurkirkju þar sem nemendur frumflytja tónverk sín úr „Tónsmiðjunni”. Sjá nánar annars staðar í blaðinu.