Dagskráin í dag á Menningarviku Grindavíkur
Dagskrá Menningarvikunnar í dag, þriðjudaginn 12. mars er glæsileg. Þar má helst nefna tvenna tónleika. Sérstakt Grindavíkurkvöld verður í Kvikunni kl. 20 með söng, kveðskap og gamanmáli flutt af heimafólki. Þá verða spennandi tónleikar á Bryggjunni þar sem Halldór Lárusson og félagar í sveitinni S2000J (fylgitungl Júpíters) leika af fingrim fram. Þá mun tónlistarskólinn koma víða við í dag. Dagskráin er eftirfarandi:
Þriðjudagur 12. mars
Kl. 07:00 Pottaspjall í sundlauginni. Vilhjálmur Árnason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Kl. 08:00 - 18:00 Verslunarmiðstöðin 2. hæð - Málverkasýning. Opin sýning á málverkum Pálmars
Guðm-undssonar kennara og frístundamálara.
Kl. 10:00 - Leikskólinn Laut: Nemendur Tónlistarskóla Grindvíkur leika nokkur lög fyrir leikskólabörnin.
Kl. 10:30 - Leikskólinn Krókur: Nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur leika nokkur lög fyrir
leikskólabörnin.
Kl. 10:00 - 22:00 Aðalbraut. Dúkkan Theodóra, föt og fylgihlutir. Theodóra er prjónuð dúkka hönnuð af Helene Magnusson, prjónuð af nokkrum hressum kellum úr Grindó. Einnig verða sokkar úr væntanlegri sokkabók Hlýir fætur til sýnis.
Kl. 11:00 - 18:00 Bókasafn Grindavíkur - sýning á allskonar skrautskóm úr gleri, leir og öðru efni. Safnið er í eigu Sæbjargar Vilmundsdóttur (Dædu).
Kl. 12:00 - 16:00 Myndlistarsýning í Verkalýðshúsinu.
Lóa Sigurðardóttir, Berta Grétarsdóttir, Þóra Loftsdóttir, Anna María Reynisdóttir og Hafdís Helgadóttir sýna verk sín.
Kl. 14:30 - Upplestur og tónspil í Miðgarði. Nemendur úr 7. bekk grunnskólans lesa auk þess sem nemendur úr tónlistarskólanum leika nokkur lög.
Kl. 20:00 Grindavíkurkvöld í Kvikuni - söngur, kveðskapur og gamanmál flutt af heimafólki. Umsjón Bókasafn Grindavíkur. Agnar Steinarsson verður við stjórn. Meðal þeirra sem koma fram eru Bakkalágbandið, Sæbjörg M. Vilmundsdóttir (Dæda), sem flytur eigið efni og syngur, Jón Ágúst Eyjólfsson, trúbador, Karlakór Grindavíkur, Sverrir Vilbergsson ofl.
Kynning verður á Ljósmyndasafni Grindavíkur - (gömlum og nýjum myndum varpað á vegg).
Kl. 21:00 S2000J - tónleikar á Bryggjunni.
S2000J sveitin er fylgitungli hljómsveitarinnar Júpíters og koma allir meðlimirnir úr þeirri merku sveit.
Kristinn H. Árnason leikur á gítar, Halldór Lárusson á trommur og Hörður Bragason á hljómborð ýmisskonar. Allar líkur eru á að gesta básúnuleikari heiðri viðburðinn. Hljómsveitin daðrar við ýmiss lög Júpíters og er tónlistin undir ríkulegum áhrifum djassskotinnar salsa tónlistar, slavneskrar þjóðlagahefðar og afrísku bræðingsfönki. Tónlistin er teygjanleg og lífræn, danshæf, melankólisk og glaðleg, allt í senn.