Dagskrá Þrettándagleði Grindvíkinga
Hin árlega Þrettándagleði Grindvíkinga verður haldin fimmtudaginn 6. janúar 2011 og fara hátíðarhöldin fram hefðbundnum hætti. Að venju munu grindvískir krakkar klæða sig upp í furðuföt og fara í hús og syngja og fá væntanlega góðgæti að launum. Veitt verða verðlaun fyrir frumlegasta heimatilbúna búninginn en skrá sig þarf í keppnina. Þá verður Grindvíkingur ársins krýndur. Dagskráin er eftirfarandi:
Kl. 18:30 Íþróttahús: Grindavík - Njarðvík. Iceland Express deild karla.
Kl. 19:45 Andlitsmálun í Kvennó. Allir krakkar, púkar, tröll og kynjaverur geta fengið andlitsmálun.
Skráning í búningakeppnina. Allir sem ætla að taka þátt í keppninni þurfa að skrá sig til leiks á þessum tíma. Keppnin verður tvískipt, leikskólabörn og 1. - 4. bekkur.
Kl. 20:10 Blysför frá Kvennó. Gengið fylktu liði upp Víkurbraut og niður Ránargötu að Saltfisksetrinu.
Kl. 20:30 Dagskrá við Saltfisksetrið hefst.
- Álfakóngur og Álfadrottning syngja
- Jólasveinarnir syngja nokkur lög áður en þeir halda til fjalla.
- Úrslit úr búningakeppni unga fólksins kynnt en keppt er um frumlegasta heimatilbúna búninginn.
- Grindvíkingur ársins 2010 - útnefning.
Í lok dagskrár verður glæsileg flugeldasýning í boði Grindavíkurbæjar.
Kaffi- og kakósala í Saltfisksetrinu á vegum 8. flokks drengja í körfuknattleik.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð flokksins.