Dagskrá Ljósanætur hvergi lokið
Dagskrá Ljósanætur er hvergi lokið. Í dag verða m.a tónleikar Léttsveitar tónlistarskólans í Reykjavík og Hjaltalín í Andrews Theatre á Vallarheiði og hefjast þeir kl. 15. Sænski konunglegi ballettinn verður með ballettsýningu í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl.17. Margar verslanir eru opnar í dag frá kl. 13 og listsýningar einnig.
Aðalheiður Héðinsdóttir kaffimeistari frá Kaffitár bíður uppá kaffismökkun kl. 14 í kaffihúsinu á Stapabraut.
Akstursleikni gamalla bíla verður við Ægisgötu kl. 17 á vegum HERO Classic Reliability Trial of Iceland.
Bylgja Dís sópransöngkona verður með einsöngstónleika í Duushúsum í kvöld kl. 20, meðleikari hennar er Lára Rafnsdóttir píanóleikari. Á efnisskrá verða útsetningar á bandarískum þjóðlögum eftir Aaron Copland, bráðsmellin ljóðaflokkur eftir Tryggva Baldvinsson sem samin er við ljóð Þórarins Eldjárns, ljóðaflokkur eftir Grieg og nokkrar vel þekktar óperuaríur.
Nánar um dagskrá Ljósanætur á ljosanott.is