Dagskrá 1.maí í Reykjanesbæ
Dagskrá 1. maí hátíðarhalda hefjast klukkan 13:45 í Stapa en þá mun Guðmundur Hermannsson leika létta tónlist og Kristján Gunnarsson formaður VSFK mun flytja setnigarávarp. Í framhaldi af því verður dagskrá fram eftir degi en m.a. mun Helga Braga Jónsdótir flytja gamanmál. Klukkan 14:00 verður börnum einnig boðið á kvikmyndasýningar í Nýja Bíó. KAffiveitingar verða í boði verkalýðsfélaganna.