Dagný með burtfararprófstónleika
Dagný Þ. Jónsdóttir, sópransöngkona, heldur burtfararprófstónleika í Smára, tónleikasal Söngskólans n.k. laugardag kl. 14. Undirleikari hennar er Ólafur Vignir Albertsson. Á efnisskránni eru sönglög og aríur eftir Fauré, Strauss, Barber og fleiri snillinga. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.






