Dagatal slökkviliðsmanna selt um helgina
Nýtt dagatal er komið út.
Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja skelltu sér í árlegt hlutverk fyrirsæta í þágu góðs málstaðar og myndir af þeim prýða nýtt glæsilegt dagal. Sala er hafin á dagatalinu og munu slökkviliðsmennirnir standa söluvaktina í Nettó á morgun og um helgina. Suðurnesjamenn, sem og aðrir, eru hvattir til að leggja góðu málefni lið.
Hér fyrir neðan má sjá forsíðuna á dagatalinu en þeir sem vilja sjá allar myndirnar verða að tryggja sér eintak fljótlega því upplagið er takmarkað.