Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Curves: Líkamsrækt fyrir uppteknar konur á öllum aldri
Fimmtudagur 23. ágúst 2007 kl. 18:06

Curves: Líkamsrækt fyrir uppteknar konur á öllum aldri

Curves líkamsræktarstöðvarnar eru orðnar þrjár á Íslandi en sú þriðja opnaði að Grófinni 8 í Reykjanesbæ 16 apríl sl. og hefur fengið frábærar móttökur.
Curves er alþjóðlegt líkamsræktarfyrirtæki með yfir tíu þúsund stöðvar í  yfir 50 löndum.  Curves stöðvarnar eru eingöngu fyrir konur á öllum aldri, tækin eru sérhönnuð fyrir konur með einfaldleika og hámarksárangur í huga.

Æfingin tekur aðeins 30 mínútur sem hentar uppteknum konum í nútímaumhverfi.  Á þessum 30 mínútum fer fram styrktar- og þrekþjálfun. Viðnámi í tækjunum er náð með vökvatjökkum sem gerir álagið mjög jafnt og samfellt sem fer vel með líkamann og lágmarkar meiðslahættu.  Einnig næst fram tvöföld virkni tækjanna þannig að hvert tæki þjálfar tvo vöðvahópa sem bæði eykur brennslu og styttir tímann sem fer í æfinguna.

„Hjá okkur í Reykjanesbæ eru í fyrstu 18 stöðvar þ.e.a.s. níu tæki og níu pallar.  Eftir hvert tæki er farið á pall þar sem vöðvarnir eru hvíldir en púlsinum haldið uppi.  Á hverri æfingu er farið 3 hringi  en hver hringur tekur 10 mínútur síðan er teygt vel á eftir.  Við mælum púlsinn í hverjum hring og reynum að halda réttum æfingapúls í gegnum æfinguna til að ná hámarksárangri“, segir Kristín Stefánsdóttir hjá Curves í Reykjanesbæ.

Þú þarft ekkert að kunna til að byrja að æfa hjá Curves.  Þú pantar tíma og þá eru tækin og æfingakerfið kynnt fyrir þér og líkamsmæling gerð.   Ef þú ákveður að halda áfram er hægt að mæta hvenær sem er á opnunartíma og þjálfari á alltaf að vera til staðar til að leiðbeina og hvetja.
„Við gerum líkamsmælingar einu sinni í mánuði til að fylgjast með árangrinum og sjá hvort meðlimirnir eru á réttri leið,“ segir Kristín.

Konur hafa náð frábærum árangri hjá Curves bæði við að missa kíló og öðlast heilbrigðara líf.  „Við höfum séð kraftavek gerast hjá konum með ýmsa sjúkdóma eins og gigt, þunglyndi, vövabólgu og margt annað.  Einnig hentar kerfið frábærlega fyrir konur sem bara vilja halda sér í formi á einfaldan og þægilegan hátt í heimilislegu umhverfi,“ sagði Kristín að endingu.

Curves er staðsett í Grófinni 8 og sími 421 8161.  Hægt er að panta prufutíma sem kostar ekkert.

Mynd: Úr líkamsræktarstöð Curves í Grófinni í Keflavík./Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024