Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Cosmopolitan – spa ævintýri á Íslandi
Þriðjudagur 14. maí 2013 kl. 07:00

Cosmopolitan – spa ævintýri á Íslandi

Spa upplifun Bláa Lónsins er undraverð og eitthvað sem allir verða að upplifa segir Philippa Moore, blaðamaður Cosmopolitan í nýlegri grein sem ber fyrirsögnina Spa ævintýri á Íslandi.  Blaðamaður mælir með notkun á Blue Lagoon kísil sem hafi róandi áhrif.

Blaðamaðurinn er hrifinn af Reykjavík sem hún lýsir sem líflegri borg sem auðvelt sé að skoða fótgangandi. Hún mælir einnig með veitingstöðunum  í Reykjavík sem leggja áherslu á ferskt íslenskt hráefni.  Hún fjallar einnig um næturlífið og Cosmo mælir með Kex Hostel og Slipp Barnum á Reykjavík Hótel Marina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má sjá greinina í Cosmopolitan.