Catalína, Vala Grand og bæjarstjórnargrín í Frumleikhúsinu
Leikfélag Keflavíkur frumsýndi sl föstudag revíuna BÆRINN BRÆÐIR ÚR SÉR. Höfundar eru meðlimir Breiðbandsins ásamt leikfélagsdrengjunum Arnari Inga og Gustav Helga. Leikstjóri er Helga Braga Jónsdóttir og er þetta í þriðja sinn sem hún setur verk á svið með félaginu. Í revíunni er tekið á bæjarmálunum og bregður fyrir ýmsum persónum úr bæjarlífinu og úr fréttunum. Fjallað er um Völu Grand, Catalínu og bæjarstjórnina, svo eitthvað sé nefnt. Frumsýningargestir höfuð það á orði að skotið væri fast - mjög fast. Umfjöllun um revíuna verður í Víkurfréttum nk. fimmtudag.
2. Sýning á BÆRINN BRÆÐIR ÚR SÉR verður í kvöld, sunnudaginn 20.mars kl. 20.00. Hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar um sýningar á lk.is og í síma 421 2540.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson