Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Byrjað á að henda út málverkinu
Mánudagur 14. júlí 2008 kl. 20:57

Byrjað á að henda út málverkinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér er ein frétt í léttum dúr frá bæjarskrifstofunum í Grindavík. Það er ekki bara búið að skipta um bæjarstjóra í Grindavík. Risastórt málverk sem prýtt hefur skrifstofu bæjarstjóra var tekið niður af vegg með viðhöfn og því komið fram á gang þar sem það býður örlaga sinna.


Gantast var með það á bæjarskrifstofunni undir kvöld að málverkið verði selt til að eiga upp í starfslokasamning við fráfarandi bæjarstjóra. Bæjarstjórn Grindavíkur var í kvöld ljósmynduð við hvítan vegg, en málverkið góða var bakgrunnur á myndum af síðustu bæjarstjórn.


Málverkið sem um ræðir hefur m.a. að geyma getnaðarlimi í fullri reisn, eitthvað sem Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, verðandi bæjarstjóri, ætlar ekki að hafa fyrir framan sig þegar hún er á skrifstofunni. Hugsanlegt er einnig að bláum gluggatjöldum verði einnig fórnað, enda sjálfstæðismenn ekki lengur við völd í bænum handan Þorbjarnar.


Okkur láðist að kanna hver listamaðurinn væri en listaverkið mun hafa verið sett upp í tíð Einars Njálssonar, þegar hann var bæjarstjóri í Grindavík. Ef einhver veit hver málaði myndina, má viðkomandi senda okkur línu á [email protected]

Myndir frá hreinsunaraðgerðum á bæjarskrifstofunni í Grindavík undir kvöld. Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson