Býr í þér rithöfundur?
– Verkefnið kynnt í Bókasafni Reykjanesbæjar í dag.
Bókasöfnin á Suðurnesjum, Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Menningarráð Suðurnesja ætla í sameiningu að efna til samkeppni um bestu smásöguna. Að þessu sinni verður sjónum beint að aldurshópnum 16 til 30 ára.
Verkefnið verður kynnt í Bókasafni Reykjanesbæjar þriðjudaginn 18. nóvember kl. 20. Gestir fundarins verða Bryndís Jóna Magnúsdóttir, rithöfundur og mun hún fjalla um skapandi skrif og reynslu sína af ritstörfum og Þór Fjalar Hallgrímsson, ritlistarnemi við HÍ.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú bestu handritin að mati dómnefndar. Reglurnar eru eftirfarandi:
Þátttakendur skulu vera á aldrinum 16 til 30 ára og eiga lögheimili á Suðurnesjum.
Umfjöllunarefni þarf að tengjast Suðurnesjum.
Sagan má ekki hafa verið birt opinberlega áður.
Lengd sögu skal ekki vera meira en 3000 orð.
Skilafrestur er 10. febrúar 2015. Skila skal handritum á rafrænu formi á netfangið [email protected]. Nafnleyndar gagnvart dómnefnd verður gætt með því að hverju innsendu handriti verður gefið númer og þannig lagt fyrir dómnefnd. Höfundar gæti þess að nöfn þeirra komi aðeins fram í tölvupósti en ekki á handritinu sjálfu.
Niðurstöður dómnefndar verða kynntar á Safnahelgi á Suðurnesjum sem haldinn verður 14. -15. mars 2015.
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú bestu handritin og eru eftirfarandi:
1. sæti kr. 50.000
2. sæti kr. 30.000
3. sæti kr. 20.000.