Bylgja Dís með Prímadonnum
Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópransöngkona úr Reykjanesbæ, mun koma fram með Prímadonnunum Auði Gunnarsdóttur, Elínu Ósk Óskarsdóttur, Huldu Björk Garðarsdóttur og Þóru Einarsdóttur á stórtónleikum í Reykjanesbæ á sunnudaginn. Tónleikarnir fara fram í Kirkjulundi kl. 20.
Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar. Sala aðgöngumiða fyrir tónleika fer fram í Listasafni Reykjanesbæjar í DUUS húsum á opnunartíma safnsins sem er alla daga kl. 11:00 -17:00, auk þess er hægt að hringja inn í síma 421 3796.
Söngkonurnar komu áður fram á tvennum tónleikum í Íslensku Óperunni en tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, Ríkarður Örn Pálsson, gaf tónleikunum fjórar stjörnur og sagði Prímadonnurnar hafa slegið rækilega í gegn.